1975: Alþjóðlegt skákmót í Tallinn

Alþjóðamótið í Tallin 1975

Frábær árangur Friðriks Ólafssonar

 

Dagana 15. febrúar til 10. mars sl. var haldið mjög sterkt alþjóðlegt skákmót í Tallin, höfuðborg Eistalands. Tólf sterkir erlendir meistarar kepptu þar við heimamennina, Keres, Nei, Kárner og Rytov.

1975_Tallin_Fridrik-Olafsson_KeresGamli stórmeistarinn Paul Keres vann öruggan sigur á mótinu, en Friðrik Ólafsson og Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari, höfnuðu í 2.-3. sæti. Frammistaða Friðriks á mótinu var mjög góð. Hann sýndi meira öryggi en oft áður, en hamingjan var honum ekki hliðholl á úrslitastund. Rétt er að lita örlítið nánar á gang mótsins.

Friðrik fór rólega af stað. Hann gerði jafntefli í fimm fyrstu umferðunum, við Taimanov, Espig, Spassky, Lombardy og Marovic. Keres byrjaði með miklum látum, vann 5 fyrstu skákimar. Spassky ætlaði sér einnig stóran hlut og hlaut 4 vinninga i 5 fyrstu skákunum. Meðal fórnarlamba hans var Hort.

SKÁK, 4. tbl. 1975.

1975: Alþjóðlegt skákmót í Tallinn

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1975_Tallin_tafla

Vinningshlutall 63%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

Merki: