1974: Alþjóðlegt skákmót í Las Palmas

Ljubojevic efstur, frábær frammistaða Friðriks

 

Jón Þ. Þór skrifar.

Eins og flestum mun í fersku minni stóð Friðrik Ólafsson stórmeistari sig með afbrigðum vel á stórmeistaramótinu í Las Falmas á Kanaríeyjum fyrr í vor, varð í 2-3. sæti með 10 v. af 15 mögulegum.

Friðrik leiddi mótið framan af, en um miðbik þess tapaði hann tveimur skákum í röð og missti þar með af efsta sætinu. Engu að síður verður þessi frammistaða Friðriks að teljast mjög góð; þetta var annað mótið, sem hann tók þátt í eftir að hann gerðist atvinnumaður, og því mun hann varla hafa verið kominn í fulla æfingu.

Beljavsky heimsmeistari unglinga kom mjög á óvart með sinni ágætu frammistöðu og sama má um Kúbumanninn G. Garcia segja. Hins vegar munu flestir hafa vænzt betri árangurs af bandarísku stórmeisturunum tveimur sem og af þeim Bent Larsen og Polugaevsky. Frammistaða hinna tveggja síðastnefndu getur að vísu trauðla talizt léleg, en staðreyndin er þó sú, að þeir blönduðu sér aldrei í baráttuna um efsta sætið.

Morgunblaðið 12. júní 1974.

1974: Alþjóðlegt skákmót í Las Palmas

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1974_Las-Palmas_tafla

Vinningshlutall 67%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

Merki: