Friðrik leiddi Stjórnarráðið til sigurs
Þjóðviljinn 7. mars 1969.
Skákkeppni stofnama 1969 Iauk í fyrrakvöld og sigraði sveit Stjórnarráðsins að þessu sinni örugglega, hlaut 19 vinninga í 24 skákum. Sveitina skipuðu þeir Friðrik Ólafsson er hlaut 6 vinninga á 1. borði, vann allar sínar skákir, Baldur Möller er fékk 5,5 vinning, Áki Pétursson 3,5 og Högni Ísleifsson 4.
Önnur i röðinni í A-flokki að þessu sinni varð sveit Búnaðarbankans, er hefur unnið þessa keppni með yfirburðum undanfarin ár, en hana skipa Jón Kristinsson er hlaut 4,5 vinning, Arinbjörn Guðmundsson 5, Bragi Kristjánsson 6 og Kristinn Bjarnason 2, fékk sveitin því alls 17 vinninga.
Í 3. sæti varð sveit Raforkumálaskrifstofunnar með 16 vinninga og sveit Landsbankans og B-sveit Búnaðarbankans urðu í 4.-5. sæti með 14,5 vinning.
1969: Stofnanakeppnin
Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Skákirnar
Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu