1963: I. Piatgorsky Cup í Los Angeles

Frábær frammistaða Friðriks í Las Angeles

 

Ekki var liðinn langur tími frá því að Tigran Petrosjan varð heimsmeistari og þar til hann ákvað að vera með í Piatigovsky mótinu. Í upphafi hafði verið óskað eftir að hann og Botvinnik kæmu til keppni þessarar, en þar sem mótið hófst skömmu eftir að einvíginu um heimsmeistaratitilinn lauk, var talið að þeir myndu ekki gefa kost á sér. Af þessum sökum var því ákveðið að senda þá Paul Keres og Victor Kortsnoj. Endirinn varð þó sá, að Petrosjan, hinn nýbakaði heimsmeistari, og Keres fóru til Los Angeles.

1963_Piatgorsky_sigurvegararnirHér, eins og oft áður, sannaðist hið fornkveðna, að sá sterki sigrar að lokum, og þótt heimsmeistarinn færi frekar hægt af stað; vann hann hægt og bítandi á og sigraði örugglega ásamt Keres, og hlutu þeir 8 1/2 v. af 14 mögulegum. Petrosjan tapaði aðeins einni skák, fyrir Gligoric í 2. umferð, og má það heita furðulegt öryggi í jafn sterku móti. Keres tapaði fleirum og vann líka fleiri, svo sem venja hans er.

Í 3.-4. sæti komu þeir Friðrik og Najdorf með 7 1/2 v. Friðrik fór hægt af stað, hafði 3 1/2 v. eftir fyrri helminginn, en þá tók hann kipp og skaut sér í efsta sæti með því að vinna þrjár skákir í röð. – Þá skeði ógæfan. Keres, sem var jafn Friðriki að vinningum og næstur í röðinni, lagðist veikur, svo að fresta varð skákinni. Og þar sem Reshevsky var einnig lasinn, var tekið það ráð að færa til umferðirnar, þannig að Keres og Reshevsky voru látnir tefla saman. Friðrik fékk því Benkö til að glíma við, sem var þá neðstur í mótinu. Þetta hefur áreiðanlega verkað illa, og Friðrik teygði sig of langt í að hreppa vinninginn og missti jafntefli niður í tap! En hvað sem því líður má Friðrik vel við una, því með þessu tókst honum enn einu sinni að sanna að hann er einn af alsterkustu skákmönnum heimsins.

Najdorf stóð sig frábærlega vel og betur en flestir bjuggust við af jafn gömlum manni. Hann stóð sig bezt í fyrri hlutanum, missti ferðina um miðbik mótsins, en náði sér aftur á strik í lokin.

Næstur kom gamla ljónið, Reshevsky, með 7 v. Hann fékk 50% úr báðum hlutunum. Reshevsky hefur ekki teflt lengi utan Bandaríkjanna í sterkum mótum, en lengi lifir í gömlum glæðum og hann á eflaust margt ósagt enn.

Gligoric kom næstur með 6 v. Hann var efstur eftir fyrri hlutann, en brást alveg í síðari hlutanum og varð að sætta sig við 1 1/2 vinning úr honum.

Panno og Benkö ráku lestina. Kom það nokkuð á óvart, hve Benkö stóð sig illa, en hann náði ágætum árangri í síðasta Áskorendamóti. – Panno hefur aftur á móti lítið haft sig í frammi á skákmótum hin síðari ár.

1963: I. Piatgorsky Cup í Los Angeles

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1963_Piatgorsky_tafla

Vinningshlutall 70%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu