1949: Flokkakeppni TR

Baldur leiddi barnungan D-flokk til sigurs!

Haustið 1949 efndi Taflfélag Reykjavíkur til svonefndrar flokkakeppni, þar sem fimm knáar sveitir mættu til leiks. Vinirnir Friðrik Ólafsson, 14 ára, og Ingvar Ásmundsson, 15 ára, gengu af þessu tilefni á fund sjálfs Norðurlandameistarans Baldurs Möller og báðu hann um að leiða skáksveit sem að auki var skipuð hinum 19 ára Birni Jóhannessyni, en varamaður var sá mikli hæfileikapiltur Guðjón M. Sigurðsson.

Þessi glæsilegi flokkur fékk úthlutað listabókstafnum D, og Baldur og lærisveinar hans háðu harða baráttu við A-flokk, þar sem Guðmundur S. Guðmundsson var í fararbroddi.

Guðmundur (1918-1974) var um árabil meðal sterkustu skákmanna okkar, var m.a. skákmeistari Reykjavíkur 1946 og 1950, og Íslandsmeistari 1954. Með honum í flokki voru Sveinn Kristinsson, Þórir Ólafsson, Jón Pálsson og Hjalti Elíasson, sem allir voru kunnir skákmenn á sinni tíð.

B-flokk leiddi Guðmundur Pálmason, sem árið áður hafði gert jafntefli í kappskák við sjálfan Max Euwe, C-flokkur Hafnfirðinga hafði Bjarna Magnússon í fararbroddi og E-flokkur tefldi fram goðsögninni Eggert Gilfer á 1. borði.

Leikar fóru svo að D-flokkur Baldurs og ungu mannanna hlaut 10 vinninga, hálfum meira en A-flokkur. Friðrik stóð vel fyrir sínu á 2. borði og hlaut 2,5 vinning af 4.

1949: Flokkakeppni TR

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1949 Flokkakeppni - tafla

Vinningshlutall 63%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu