1967: Dundee International Centenary Tournament

Stórslys gegn Larsen í síðustu umferð kostaði Friðrik efsta sætið

 

Alþýðublaðið 26. júlí 1967.

Friðrik Ólafsson varð að bíta í það súra epli í Dundee í gær að lúta í lægra haldi fyrir Bent Larsen, þó að hann hefði verið með gjörunna skák skömmu áður.

Sagði Friðrik, er Alþýðublaðið hafði snöggvast tal af honum í gærkvöldi, að hann hefði verið með góða vinningsstöðu gegn Larsen, og Larsen verið í tímahraki, er Friðrik lék svo heiftarlega af sér, að hann tapaði skákinni.

Friðrik kvaðst hafa leikið upp á vinning, því að með því móti einu gat hann sigrað í mótinu eða a.m.k. orðið jafn Gligoric í efsta sæti, en sennilega hefur þreyta komið til, að hann lék svo illa af sér sem raun varð á. Þeir Gligoric og O’KelIy gerðu jafntefli.

Úrslitin urðu því þau, að Gligoric varð efstur með 6,5 vinning, í öðru og þriðja sæti urðu þeir Friðrik og Larsen með 5,5 vinning og jafnir í fjórða og fimmta sæti urðu Penrose ogr O’Kelly með 5 vinninga.

1967: Dundee International Centenary Tournament

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Dundee  1967
1 2 3 4 5 6 7 8 9 Vinningar
1 Gligoric,Svetozar X ½ ½ ½ 1 1 1 1 1 6,5
2 Olafsson,Fridrik ½ X ½ 1 0 ½ 1 1 1 5,5
3 Penrose,Jonathan ½ ½ X ½ 1 ½ ½ 1 ½ 5
4 O’Kelly de Galway,Alberic ½ 0 ½ X ½ 1 1 1 ½ 5
5 Larsen,Bent 0 1 0 ½ X 1 1 1 1 5,5
6 Kottnauer,Cenek 0 ½ ½ 0 0 X ½ 1 ½ 3
7 Davie,Alexander Munroe 0 0 ½ 0 0 ½ X 0 1 2
8 Wade,Robert Graham 0 0 0 0 0 0 1 X 1 2
9 Pritchett,Craig William 0 0 ½ ½ 0 ½ 0 0 X 1,5
Vinningshlutall 69%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

Merki: