1951: Tveggja skáka einvígi í Birmingham

Eftir heimsmeistaramót ungmenna í Birmingham 1951 tefldi Friðrik tveggja skáka einvígi við írska meistarann John O’Hanlon (23. apríl 1876 20. febrúar 1960) og vann báðar skákirnar næsta léttilega.

O’Hanlon, sem var 75 ára þegar þetta litla einvígi fór fram, var meðal bestu skákmanna Írlands á fyrri hluta 20. aldar og hafði níu sinnum hampað írska meistaratitlinum, á árunum 1913 til 1940.

Hann hafði einnig náð ágætum árangri á alþjóðlegum skákmótum, varð efstur ásamt Max Euwe í Broadstairs 1921, og í 1.-3. sæti í Hyères 1928 ásamt Marcel Duchamp og Vitaly Halberstadt.

Þá var O’Hanlon fulltrúi þjóðar sinnar á fyrsta ,,óopinbera“ Ólympíumótinu í skák í París 1924, og síðan á ólympíumótunu í Varsjá 1935 og Buenos Aires 1939.

1951: Tveggja skáka einvígi í Birmingham

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
2ja skáka einvígi í Birmingham 1951
1 John O’Hanlon 0 – 1 Friðrik Ólafsson
2 Friðrik Ólafsson 1 – 0 John O’Hanlon
Vinningshlutall 100%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu