Mikhail Tal sigurvegari í minningarmóti Aliekíns í Bled.
Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá hinum fræga sigri Aljekíns í alþjóðaskákmótinu í Bled, efndi júgóslavneska skáksambandið til minningarmóts um hinn látna heimsmeistara, með þátttöku fjölmargra af þekktustu stórmeisturum heimsins.
Baráttan um efstu sætin varð afar hörð og tvísýn, enda voru verðlaun mörg og rífleg. Úrslitini urðu þau, að fyrrverandi heimsmeisari, Mikhail Tal, hreppti fyrsta sætið og var hann vel að þeim árangri kominn. Tal hlaut 14 1/2. vinning, tapaði einni skák. Virðist hann vera búinn að ná sér eftir ósigurinn gegn Botvinnik í síðara einvígi þeirra.
Afrek Bobby Fischers skyggði þó nokkuð á sigur Tals, en Fischer, sem var í „toppformi“, sigldi taplaus gegnum þetta erfiða mót og hreppti örugglega 2. sætið. Lagði hann margan stórmeistarann að velli, þar á meðal þrjá af fjórum Sovétmönnunum, þá Tal, Petrosjan og Geller, en gerði jafntefli við Keres. Er þetta einstakur árangur af svo ungum manni, en Fischer er aðeins 18 ára að aldri. Verður vafalaust spennandi að fylgjast með honum í svæðakeppninni og áskorendamótinu, því telja verður sjálfsagt að Fischer verði einn af þeim sex, sem þangað komast.
Næstu þrjú sæti skipa reyndir stórmeistarar, þeir Keres, Petrosjan og Gligoric, hutu 12 1/2 vinning hver.
Friðrik Ólafsson virðist ekki hafa verið vel upplagður í móti þessu, enda ekki ólíklegt að hann hafi verið þreyttur eftir þau tvö erfiðu mót, sem hann var nýbúinn að taka þátt í með glæsilegum árangri.
– Friðrik gekk mjög erfiðlega í fyrra hluta mótsins, en sótti sig nokkuð í síðari hlutanum og hafnaði í 14. sæti með 8 1/2 vinning.
Um önnur úrslit vísast til meðfylgjandi töflu.