1959: Alþjóðlegt stórmót í Zürich

Tal sigraði í Zürich en táningurinn Fischer stal senunni

 

Sveinn Kristinsson skrifar.

Svo fór, að sovézki meistarinn Tal varð hlutskarpastur á skákþinginu í Zürich, þótt ekki væri um neinn yfirburðasigur að ræða, þar sem hann hiaut 11,5 vinning en næsti maður, Júgóslavinn Gligoric, 11.

Hefur þannig spá Friðriks Ólafssonar, að þessir tveir meistarar mundu verða hlutskarpastir ekki reynzt nein falsspá. Hins vegar hefur víst fáa órað fyrir því, að hinn 16 ára gamli bandaríski stórmeistari Fischer mundi reynast efsta sætinu jafn hættulegur og raun varð á, en það var ekki fyrr en í síðustu umferð sem úr því var skorið, hvort hann mundi lenda í efsta sæti eða ekki. Til þess hefði hann þó orðið að vinna Tal með svörtu.

Afrek Fischers á skáksviðinu fram að þessu hljóta að heyra tíl fáheyrðustu kynjaatburðum og verði framför hans á næstunni svo hröð sem hingað til, þá ætti hann að vera orðinn heimsmeistari, svona um það bil sem hann nær löggildum kosningaaldri, og verður þá gaman að sjá framan í „öldungana“ Tal, Spassky, Friðrik og Larsen.

Fulltrúi okkar Íslendinga Friðrik Ólafsson, fór allvel af stað, en er líða tók á mótið sneri stríðsgæfan við honum bakinu. Hámarki náði þetta gengisleysi hans er hann tapaði fyrir „erfðafjanda“ sínum Bent Larsen. Eftir það var ljóst, að hann mundi ekki lenda í flokki efstu manna.

Með því að hljóta tvo vinninga úr þremur síðustu um ferðunum bætti hann þó nokkuð aðstöðu sína og hlaut endanlega 8. sætið með 8 vinninga.

Eftir þessu móti, og mótinu í Moskvu í vetur að dæma, þá virðist Friðrik enn skorta talsverða brýnzlu til að verða jafnburða sterkustu skákmönnum heimsins. Hins vegar er munurinn ekki mikill og ætti að vinnast upp með góðri þjálfun og mótið í Zürich ætti auðvitað að þjóna vel þeim tilgangi.

Þjóðviljinn 14. júní 1959.

1959: Alþjóðlegt stórmót í Zürich

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1959_Zurich_tafla_fridrik

Vinningshlutall 53%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

Merki: