1959: Alþjóðlega Hoogovens-skákmótið í Beverwijk

Glæsilegur sigur Friðriks í Hollandi

 

Morgunblaðið 20. janúar 1959

Baldur Möller: Ótrúlegir yfirburðir Friðriks.
Baldur Möller: Ótrúlegir yfirburðir Friðriks.

Skákmótinu í Beverwijk í Hollandi er lokið. Friðrik Ólafsson fór með glæsiiegan sigur af hólmi hlaut 7,5 vinning, tveim vinningum meir en sá er næstur kom, stórmeistarinn Eliskases. Þó Friðrik hefði þegar unnið mótið er hann settist andspænis Bent Larsen, gaf hann hvergi eftir og lagði Larsen að velli. Friðrik var sá eini er vann í síðustu umferð, jafntefli varð í hinum skákunum fjórum.

Er blaðið hafði tal af Baldri Möller út af þessum síðasta skáksigri Friðriks sagði hann m. a:

,,Árangur Friðriks Ólafssonar á þessu móti, að verða efstur með 7,5 vinning, tveim vinningum fyrir ofan næsta mann, með 6 vinningsskákir og 3 jafntefli í 9 skákum, er mjög ánægjuleg staðfesting á hinni glæsilegu frammistöðu hans í Portoroz í Júgóslavíu á sl. hausti. Keppinautar hans í Beverwijk voru auðvitað ekki jafnokar hinna efstu í Portoroz. En þeim yfirburðum, sem Friðrik hefur þarna sýnt, með því að verða 2 vinningum fyrir ofan Eliksases og síðan Donner, O’Kelly, Larsen o. fl. í aðeins 9 skákum, hefði enginn hinna frá Portoroz, Tal, Gligoric, Petrosjan o. s. frv. getað búizt við fyrirfram, ef þeir hefðu verið í sporum Friðriks — Friðrik auðvitað ekki heldur að óreyndu.“

1959 Friðrik og Baldur.
1959 Friðrik og Baldur.

,,Hinir liggja þó vissulega ekki á liði sínu heldur. Tal er eftir því sem fregnir herma í fararbroddi í Rússlandsmeistaramótinu og Bobby Fischer orðinn Bandaríkjameistari í þriðja sinn í röð og það fyrir ofan Reshevsky sem fyrr og með vinning á móti honum.“

,,Ef einhverjir aðdáendur Friðriks hér heima hafa þurft staðfestingu á þvi, að hann sé fullgildur þátttakandi í keppninni um allra efstu sætin í kandídatamótinu næsta haust (og í heimsmeistaraeinvíginu að ári) þá hafa þeir nú fengið hana. Að svo stöddu er rétt að bíða eftir úrslitum hins mikla móts í Sviss á komandi vori til frekari spádóma, en ljóst er að Friðrik er á réttri leið. Við óskum Friðriki til hamingju.“

1959: Alþjóðlega Hoogovens-skákmótið í Beverwijk

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn Titill   1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Prósenta
1 Friðrik Ólafsson SM Iceland x 1 1 ½ 1 ½ 1 1 ½ 1 7,5 83%
2 Erich Eliskases SM Argentina 0 x ½ ½ ½ ½ ½ 1 1 1 5,5 61%
3 Jan Hein Donner SM Netherlands 0 ½ x ½ ½ ½ ½ ½ 1 1 5 56%
4 Alberic O´Kelly de Galway SM Belgium ½ ½ ½ x ½ ½ ½ ½ ½ ½ 4,5 50%
5 Johan Barendregt Netherlands 0 ½ ½ ½ x ½ ½ 1 ½ ½ 4,5 50%
6 Roman Toran Albero AM Spain ½ ½ ½ ½ ½ x ½ 0 ½ 1 4,5 50%
7 Theo van Scheltinga AM Netherlands 0 ½ ½ ½ ½ ½ x ½ ½ 1 4,5 50%
8 Bent Larsen SM Denmark 0 0 ½ ½ 0 1 ½ x 1 ½ 4 44%
9 Carel Benjamin van den Berg Netherlands ½ 0 0 ½ ½ ½ ½ 0 x ½ 3 33%
10 Kick Langeweg Netherlands 0 0 0 ½ ½ 0 0 ½ ½ x 2 22%
Vinningshlutall 83%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu