FRÁ EINVÍGI FRIÐRIKS OG PILNIK
Sex fyrstu skákirnar unnust á hvítt
Þegar þetta er ritað, hafa verið tefldar sex skákir i einvígi þeirra Hermanns Pilniks og Friðriks Ólafssonar. Standa kempurnar þá jafnar með þrjá vinninga hvor, þar eð allar skákirnar hafa unnizt á hvítt, eða með öðrum orðum, Pilnik hefur unnið á miðvikudögum en Friðrik á sunnudögum!
Einvígi þetta var ákveðið nokkru eftir komu Pílniks til Íslands að þessu sinni, en eitt hans fyrsta verk eftir landgönguna var að skora á Friðrik til „revanch“- einvígis. – Akveðið var að tefldar yrðu sex skákir, nema keppendur yrðu jafnir að þeim loknum, þá skyldu tefldar tvær í viðbót. Er nú svo komið, að þessi viðaukalög munu koma til framkvæmda. Verður þetta einvígi því tveim skákum birgara en hið fyrra, sem teflt var haustið 1955 og Friðrik vann sem kunnugt er með 5 v. gegn 1.
Greinilegt er að Pilnik teflir þetta síðara einvígi mun betur og af miklu meiri hörku heldur en hið fyrra. Friðrik sýnir einnig mjög góða taflmennsku á köflum, en öryggið virðist vera minna heldur en oft áður, einkum ber mikið á einstaka fingurbrjótum, sem fella allt í rúst í einu vetfangi og skemma þannig skákir sem að öðru leyti mega teljast góðar.
Sú staðreynd, að allar skákirnar vinnast á hvítt, er nokkuð sérstæð, og á tilviljun þar sjálfsagt hlut að máli. Hitt mun þó ekki fjarri lagi, að byrjanir séu veikasta hlið beggja keppenda og getur þa forskotið, það er fyrsti leikurinn, raðið miklu. – Pilnik teflir byrjanirnar stundum nokkuð hægfara og getur það komið sér illa á móti skæðum árásarskákmönnum eins og t. d. Keres, Bronstein og Friðriki Ólafssyni. Hins vegar teflir Friðrik byrjanir oft all glæfralega, virðist stundum eins og baráttuhugurinn reki hann oft út í tvísýnar aðgerðir, áður en hann hefur hreiðrað nógu vel um sig í skotgröfum sinum.
Skal nú vikið nokkrum orðum að hverri skak fyrir sig,
Fyrsta skákin var tefld miðvikudaginn 4. marz, og hlutaði kestið Friðriki svart. Gaf hann Pilnik kost á. sinni uppáhaldsbyrjun, Spænskum leik, en bra snemma útaf þekktum leiðum. Tilraun hans gekk vel í fyrstu, en brátt gerðist hann of djarfur, sótti of langt fram á miðborðinu, sem varð til þess, að hann missti síðar yfirráðin á þeirri hæð. Einnig sást honum yfir eina af hótunum andstæðingsins. Tók þá að halla undan fæti, og er tefldir höfðu verið 39 leikir, var tími hans þrotinn og staðan töpuð.
Önnur skákin hófst sunnudaginn 8. marz í viðurvist fjölmargra ahorfenda eins og venjulega. Byrjunin var kóngsindversk vörn, en þar átti Pilnik leynivopn, sem Friðrik var ekki kunnugt um. Til þess að halda frumkvæðinu lagði Friðrik út í djarflega skiptamunsfórn, Er greiðast tók úr flækjunum kom fram heldur friðsamlegt endatafl, en í biðskakinni hafnaði Pilnik jafntefli, og er hann vildi semja frið tíu leikjum síðar, hafði hann misst af strætisvagninum og Friðrik hafnaði. Hófst nú löng og hörð barátta, þar sem Friðrik hafði peð yfir, en litlar vinningslikur. Skákin fór enn í bið, og eftir 80 leiki kom fram endatafl, þar sem Friðrik hafði hrók og biskup á móti hrók. Er sú staða talin jafntefli, en framhaldið krefst mikillar nákvæmni, og þar kom að stórmeistarinn varð að gefast upp eftir 105 leiki. Er þetta lengsta skák, sem Friðrik hefur teflt.
Friðrik valdi Sikileyjarvörn í 3. skákinni. Fékk hann gott tafl í fyrstu, en brátt snerist stríðsgæfan Pilnik í hag. Náði hann hættulegri kóngssókn, en þó varð ekki annað úr en hagstætt drottninga endatafl. Friðrik varðist vel, og eftir 60, leik hvíts hafði hann jafnteflið í hendi sér. Sá hann þá skyndilega ofsjónir, lék röngum leik og gafst síðan upp.
Í fjórðu skákinni kom það í hlut Pilniks að reyna nýja leið. Var það nýtt afbrigði í Sikileyjarvörn, sem líkist nokkuð gamla Poulsen-afbrigðinu. Brátt kom í ljós, að uppbyggingin hjá svörtum var full hægfara. Náði Friðrik sterkri kóngssókn, en Pilnik engu mótspili. Þar kom að Pilnik sást yfir snotra drottningarfórn. Gafst hann því upp, þar eð mát varð ekki varið.
– Var nú staðan aftur jöfn eða 2 v. gegn 2.
Freysteinn Þorbergsson.
1957: Einvígi við Herman Pilnik
Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Umf. | Dags. | Nafn | Þjóð | Úrslit | Nafn | Þjóð |
1 | 6.3.1957 | Herman Pilnik | ARG | 1-0 | Friðrik Ólafsson | ISL |
2 | 10.3.1957 | Friðrik Ólafsson | ISL | 1-0 | Herman Pilnik | ARG |
3 | 13.3.1957 | Herman Pilnik | ARG | 1-0 | Friðrik Ólafsson | ISL |
4 | 16.3.1957 | Friðrik Ólafsson | ISL | 1-0 | Herman Pilnik | ARG |
5 | 20.3.1957 | Herman Pilnik | ARG | 1-0 | Friðrik Ólafsson | ISL |
6 | 24.3.1957 | Friðrik Ólafsson | ISL | 1-0 | Herman Pilnik | ARG |
7 | 27.3.1957 | Herman Pilnik | ARG | 0-1 | Friðrik Ólafsson | ISL |
8 | Friðrik Ólafsson | ISL | 1/2-1/2 | Herman Pilnik | ARG |