1975: Alþjóðlegt skákmót í Zürich

1975 Alþjóðlegt mót í Zurich - Garcia
1975 Alþjóðlegt mót í Zurich – Garcia

Fyrsta alþjóðlega meistaramót Sviss var haldið síðastliðið sumar. Meðal þátttakenda voru stórmeistararnir Friðrik Ólafsson og Unzidker frá Vestur-Þýskalandi, en þeir voru álitnir sigurstranglegastir í upphafi mótsins.

En margt fer öðruvísi en ætlað er, því úrslit mótsins urðu þau að kúbanski meistarinn Garcia, ásamt þeim Hug og Keller frá Sviss skiptu með sér efsta sæti, hlutu 9 v. af 13.

Öðrum stórmeistaranum tókst þó að krækja í fjórða sætið, en tvö töp fyrir veikari andstæðing um gerðu út um sigurvonir hans í mótinu.

Frammistaða Friðriks er óneitanlega frekar slök, því hann nær aðeins helming vinninga, vinnur  tvær skákir og tapar tveim. Ef til vill má rekja þetta til þess, að í fyrsta lagi var aðbúnaður á keppnisstað afar slæmur, og í öðru lagi gekk mikil hitabylgja yfir landið og háði það Norðurlandakeppandanum einna mest.

Hins vegar má segja að þessi mikli hiti hafi verið sigurvegara mótsins í hag, þar sem hann sat kappklæddur og virtist njóta sín mjög vel, meðan aðrir keppendur hefðu helst kosið að tefla í sundfötum!

En hvað um það, sigur Garcia var staðreynd, og því til sönnunar skulum við sjá hvernig hann teflir gegn stórmeistaranum okkar:

Skák nr. 3489.
Hvítt: Friðrik Ólafsson – Ísland
Svart: Garcia – Kúba

Sikileyjarvörn.

1975: Alþjóðlegt skákmót í Zürich

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1975 Alþjóðlegt mót í Zurich_tafla

Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu
Merki: