1974: Skákkeppni stofnana

Skákkeppni stofnana og fyrirtækja 1974

Árleg skákkeppni stofnana og fyrirtækja 1974 var haldin í félagsheimili T. R. og S. Í. febrúarmánuði síðastl. Þátttaka var að venju mjög góð, eða alls 54 sveitir, og tefldu 24 í A-aflokki en 30 í B-flokki.

A-flokkur

Úrslit í A-flokki urðu þau, að sveit Stjórnarráðsins bar sigur úr býtum eftir harða keppni. Sveitin hlaut 19 vinninga, tapaði engri keppni. Það var ekki fyrr en eftir fjórðu umferð sem Stjórnarráðið náði hreinni forustu, hafði hlotið 12 vinninga. – Fast á hæla þess kom Borgarverkfræðingur A með 11 ½ vinning, en Menntaskólinni við Hamrahlíð og Landsbankinn A fylgdu á eftir með 11 v. hvor.

Eftir 5. umferð komst Hamrahlíðarskólinn upp að hlið Stjórnarráðsins, og höfðu hvor um sig 14 v., en á hæla þeim var Búnaðarbankinn með 13 ½ v.

Í næstsíðustu umferð mættust sveitir Stjórnarráðsins og Hamrahlíðarskólans og sigraði Stjórnarráðið örugglega, en Búnaðarbankinn og Landsbankinn skildu jafnir.  Sveit Útvegsbankans marði hins vegar sigur yfir Borgarverkfræðingi.

Þegar síðasta umferð hófst var staða efstu sveita þessi: Stjórnarráðið 17 v., Búnaðarbankinn og Útvegsbankinn 15 ½ v.

Stjórnarráðið og Búnaðarbankinn tefldu saman og skildu jöfn, og sömuleiðis Útvegsbankinn og Hamrahlíðarskólinn. Þar með var sigur Stjórnarráðsins orðin staðreynd.

Sveit Stjórnarráðsins skipuðu þeir Friðrik Ólafsson, stórmeistari, Baldur Möller, Arni Snævarr, Högni Ísleifsson, Hrólfur og Grétar Ársælssynir.

Um önnur úrslit vísast til meðfylgjandi töflu.

B-flokkur

1. Skattstofan 21 ½ v.
2. Borgarskrifstof’ur 19 ½ v.
3. Félag náttúrufræðinema 18 v.
4. Orator B 17 ½ v.
5. Gagnfræðaskólinn í Keflavík 16 ½ v.
6. Virkir hf. 16 ½ v.