1974: Alþjóðlegt skákmót í Glasgow

,,Gott æfingamót fyrir mig“

 

Morgunblaðið 3. október 1974

Friðrik Ólafsson stórmeistari kom heim í gær frá Skotlandi, þar sem hann keppti á alþjóðlegu móti í Glasgow. Sigraði Friðrik í efsta flokki, sem skipaður var 12 mönnum, hlaut 4,5 vinning af 5 mögulegum, en umferðir voru aðeins fimm.

Framkvæmd mótsins var þannig, að þeir, sem unnu tefldu saman og þeir, sem töpuðu tefldu saman, en meðal keppenda voru sterkustu skákmenn Bretlands og Skotlands og einn skákmaður frá Ástralíu. Þetta mót var haldið til að auka áhuga á skákíþróttinni í Skotlandi og voru alls 400 þátttakendur, allt niður í barnaskólabörn, en skákáhugi hefur aukizt mikið á síðustu árum í Skotlandi.

Morgunblaðið hafði tal af Friðriki Ólafssyni i gærkvöldi og sagði hann, að fyrir sig persónulega hefði þetta verið gott æfingamót.

„Þótt ekki væri þarna menn á heimsmælikvarða“, sagði hann, „voru þarna sterkustu menn þessara landa og all þétt lið, þannig að maður varð að taka á honum stóra sínum. Ég lenti m.a. í þremur biðskákum. Númer tvö varð Basman frá Englandi með 3,5 vinning, en harin var efstur ásamt öðrum í brezka meistaramótinu s.l. ár, en tapaði einvígi um brezka meistaratitilinn. Þrír voru jafnir og næstir með 3 vinninga hver, en það voru Bellin frá Englandi, sem nú varð einn af efstu mönnum á brezka meistaramótinu, þar sem eftir er að keppa til úrslita, Cafferty frá Englandi og McKay frá Skotlandi.“

Meðal þátttakendanna í mótinu var heimsmeistari unglinga í skák, Miles frá Bretlandi, en hann hlaut 2 vinninga. Friðrik kvað mikíð gefið út af skákbókum í Bretlandi og skákmenn vel að sér í þeim, þannig að erfitt væri að koma þeim á óvart.

1974: Alþjóðlegt skákmót í Glasgow

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1974_Glasgov_tafla

Vinningshlutall 90%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

Merki: