1969: Einvígi við Guðmund Sigurjónsson

Skákeinvígi Friðriks og Guðmundar Sigurjónssonar

 

Ingvar Ásmundsson skrifar.

1969_Einvigi_Fridrik-Olafsson_Gudmundur-Sigurjonsson_Ingvar-AsmundssonÁrið 1963 tefldi Friðrik Ólafsson fjögurra skáka einvígi við Inga R. Jóhannsson. Því einvígi lauk á sama hátt og einvígi Friðriks og Guðmundar Sigurjónssonar, með 2 1/2 : 1 1/2, en þá sem nú vann Friðrik tvær seinustu skákirnar.

Bæði Ingi og Guðmundur hafa staðið sig mun betur gegn Friðriki en aðrir islenzkvir skákmeistarar og veldur þar áreiðanlega miklu almennur skákstyrkleiki þeirra. En þar eð Friðriki gengur verr gegn Inga og Guðmundi en erlendum mönnum í sama styrkleikaflokki er þetta ekki fullnægjandi skýring.

Yfirburðir Friðriks liggja fyrst og fremst í óvenju djúpum skilningi á eðli skákarinnar, en helzti veikleiki hans er fólginn í reglubundinni sóun umhugsunartímans. Lendir Friðrik því oft í ógnvekjandi tímahraki. Þrír kostir Inga B. sem skákmanns hafa þegar þeir koma allir saman reynzt Friðriki erfiðir viðfangs, mikil þekking í skákbyrjunum, frábær þrautseigja í lakari stöðum ásamt óvenjulegum hæfileika til að halda opnum leiðum til gagnaðgerða og síðast en ekki sízt hnaðskákmeistarastyrkur á heimsmælikvarða, sem kemur sér vel í tímaihraki.

1969_Einvigi_Fridrik-Olafsson_Gudmundur-Sigurjonsson_3Guðmundur Sigurjónsson virðist nú að verulegu leyti vera þessum sömu kostum búinn. Hann hefur þó tæplega eins mikla þrautseigju til að bera og Ingi. Ekki er hann heldur nærri eins góður hraðskákmaður og Ingi var, þegar hann var upp á sitt bezta. Aftur á móti er Guðmundur mun hættulegri sóknarskákmaður en Ingi hefur nokkru sinni verið. Guðmundur og Ingi eiga það sameiginlegt að veita öflugt viðnám í upphafi tafls, þannig að Friðrik eyðir yfirleitt mjög miklum umhugsunartíma til að ná undirtökunum í miðtaflinu, en þarf svo iðulega í tímahraki að varast hættulegar undiröldur með sífelldum hótunum um gagnaðgerðir.

Einvígi þeirra Friðriks og Guðmundar var óvenjulega skemmtilegt og mjög spennandi. Skákirnar hvoru fjörugar og tímahrakið æsandi, en áhorfendur, sem gátu gengið að hvorutveggja vísu, voru furðu fáir.
Í fyrstu skákinni hafði Friðrik hvítt, en tefldi ónákvæmt gegn frönsku vörninni, tapaði frumkvæðinu, en tefldi vel úr því og hélt sínum hlut án þess að komast nokkru sinni í hættu.

Guðmundur blés strax til sóknar gegn Sikileyjarvörninni í annarri skákinni og fórnaði snemma peði. Hélt hann síðan uppi látlausum sóknaraðgerðum og fórnaði skiptamun til viðbótar. Friðrik tefldi vörnina vel og átti að minnsta kosti tvívegis kost á jafntefli, en ætlaði að vinna taflið og valdi rangt framhald í tímahrakinu og tapaði.

Í þriðju skákinni náði Friðrik fljótt undirtökunum og hélt þeim út skákina, en Guðmundur varðist vel og hélt opnum leiðum til gagnaðgerða í tímahrakinu, þar til hann lék af sér peði í 39. leik og tapaði.

Í fjórðu skákinni tefldi Guðmundur ótrúlega veikt gegn Sikileyjarvörn Friðriks og hafði greinilega lakara tafl eftir 10 leiki. Guðmundur varðist vel, en Friðrik hafði yfirhöndina í miðtaflinu og á tímanum. Lítilsháttar ónákvæmni af hendi Friðriks gaf Guðmundi tækifæri til gagnaðgerða. Friðrik komst nú í timahrak að vanda, þótt tími Guðmundar væri enn naumari. Í timahrakinu lék Friðrik af sér manni og átti þá gjörtarpað tafl á borðinu, en fallöxi á klukku Guðmundar var á heljarþröminni. — Guðmundur tefldi nú meira af flýti en fyrirhyggju og varð honum það meðal annars á að snerta kóng sinn áður en Friðrik hafði sleppt drottningu, er hann hugðist leika til g4, en lék síðan til e2. Nú gat Guðmundur ekki leikið biskup á g2, því hann hafði snert kónginn, og varð að leika honum. Féll nú biskupinn á e3 óbættur og Friðrik var aftur með betra tafl. Bætti hann enn stöðuna í timrahrakinu og vann skákina og einvígið.

Af svo stuttu einvígi sem þessu er varhugavert að draga mjög víðtækar ályktanir. Þó er ljóst, að Guðmundur er í framför og ef til vill orðinn ámóta sterkur skákmaður og Ingi R. var þegar hann var hvað sterkastur, en ekki jafn sterkur og Friðrik var á hans aldri. Friðrik er án efa í mun lakari þjálfun en hann var í á sínum beztu árum. Þetta kemur ekki fram í skilningi hans og yfirsýn, því fáir skákmenn munu hafa dýpri skilning á skák en hann. Aftur á móti er hann ekki eins öruggur í tímahraki og hann var fyrir 10-15 .árum.

Það verður spennandi að fylgjast með Friðriki og Guðmundi á svæðismótunum, sem nú eru að hefjast, þegar þetta er ritað. Tekst Friðriki að finna sinn gamla kraft og komast áfram í millisvæðamótið? Til þess þarf hann að hljóta eitt af þremur efstu sætunum.

Það væri mikil bjartsýni að ætla að Guðmundur komist í millisvæðamótið, en hann ætti að hafa góða möguleika á að vinna sér alþjóðlegan meistaratitil.

1969: Einvígi við Guðmund Sigurjónsson

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Umferð Dags Nafn Stig Úrslit Nafn Stig
1 16.9. Friðrik Ólafsson 2600 1/2-1/2 Guðmundur Sigurjónsson 2380
2 18.9. Guðmundur Sigurjónsson 2380 1-0 Friðrik Ólafsson 2600
3 22.9. Friðrik Ólafsson 2600 1-0 Guðmundur Sigurjónsson 2380
4 23.9. Guðmundur Sigurjónsson 2380 0-1 Friðrik Ólafsson 2600
Vinningshlutall 63%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu