Undradrengurinn Fischer sigrar: ,,Eitt furðulegasta fyrirbæri sem fram hefur komið á skáksviðinu“
Sveinn Kristinsson skrifar.
Robert Fischer vann fremur auðveldan sigur á hinu stutta móti, sem hér var slegið upp í tilefni af komu hans. Við þessu var að búast, því Gilfermótið hafði leitt í ljós að stórmeistarinn okkar Friðrik Ólafsson var ekki í sem beztu formi um þessar mundir, og varla var við því að búast að neinn hinna keppendanna gæti leyst af hendi hina erfiðu landvarnarkvöð á fullnægjandi hátt, er undrabarnið herjaði á garðinn.
Fischer er ágreiningslaust eitt furðulegasta fyrirbæri sem fram hefur komið á skáksviðinu, frá því er sögur hófust. 15 ára gamall var hann kominn í röð fremstu stórmeistara theims og 16 ára gamall teflir hann í kandídatamóti, þar sem úr því er skorið (hver á að skora á heimsmeistarann.
Svo hefur sagt mér Freysteinn Þorbergsson, er var viðstaddur það mót, að það hafi sérstaklega vakið athygli sina hve litlum umhugsunartíma Fischer eyddi á skákir sínar. Stundum er staðið var upp frá skák, þar sem hann hafði lagt að velli stórmeistara svo sem Keres og Smyslov, þá átti hann kannski eftir heila klukkustund af umhugsunartíma sínum.
Hann eyddi jafnvel minni umhugsunartíma en Tal sagði Freysteinn.
Reykvískir skákáhorfendur fengu einnig að kynnast þessum eiginleika undramannsins á nýafstöðnu móti. Hann lék yfirleitt hratt og hiklaust, og taflmennska hans einkenndist af sjálfstrausti og fölskvalausum sigurvilja. Jafnvel þá er hann lenti í krítískri aðstöðu ólgaði jafnan undir þessi trú og vissa um sigur og verkaði slævandi á athafnaþrótt andstæðingsins.
Það var eins og öryggi hans og yfirburðavissa hefði dáleiðsluáhrif á andstæðinginn. Er fágætt að búa yfir slíkm eiginleikum á barnsaldri.
Koma Fischers var mikill fengur fyrir íslenzka skákmenn. Einkum verður hann íslenzfkum æskumönnum til fyrirmyndar um það hve mikilli fullkomnun verður náð á unga aldri í skapandi list, ef einbeitni og sigurvilji marka brautina.
Ingi R. Jóhannsson skauzt upo á milli stórmeistaranna og náði öðru sæti. Var það gott innlegg til viðbótar við sgur hans á Gilfermótinu. Hann er nú örugglega annar bezti skákmaður okkar. Sumir vilja iafnvel meina, að hann sé orðinn álíka sterkur og Friðrik. Á það skal ekki lagður dómur hér, þótt líklegra verðí að telja, eins og bent var á í síðasta þætti, að Friðrik reyndist ennþá traustari ef frekari samanburður fengist í lengra móti.
En æsklleg væri sú þróun, ef við eignuðumst tvo (eða fleiri) álíka sterka stórmeistara, sem veittu hver öðrum samkeppni og aðhald. Og í þá átt stefnum við auðvitað.
Þeir félagar Freysteinn og Arinbjörn ráku lestina með 1 vinning hvor. Freysteinn gerði jafntefli við báða stórmeistarana en tapaði fyrir hinum. Miðað við taflmennsku hans í heild, þá virðist hann ekki sloppinn upp úr þeim öldudal, sem hann hefur verið í undanfarið.
Ariribjörn vann aðeins Freystein, en tapaði hinum skákunum. Hann tefldi af minna öryggi en í Gilfermótinu, og sumir segja hann skákþreyttan. Ekki er gott ef svo er því nú mun í ráði, að hann tefli á öðru borði á Ólympíumótinu í Leipzig, þar sem Friðrik Ólafsson hefur gengið þar úr skaftinu.
Þjóðviljinn 16. október 1960.
1960: Fischer-mótið í Reykjavík
Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Skákirnar
Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu