Friðrik lagði Inga R. með minnsta mun
Alþýðublaðið 25. júlí 1959.
Fjórðu og síðustu skákinni í einvígi þeirra Friðriks Ólafssonar, og Inga R. Jóhannssonar lauk í fyrrakvöld. Stóð hún í hálfan fimmta tíma og lauk með jafntefli eftir 22 leiki. Friðrik fór með sigur af hólmi eftir þetta fyrsta einvígi þeirra, hlaut 2,5 vinning, en Ingi 1,5. Enda þótt Ingi hafi tapað einvíginu verða úrslitin að teljast talsverður sigur fyrir hann.
Þetta einvígi var hugsað sem æfing fyrir Inga, en hann fer nú á Skákþing Norðurlanda, sem hefst í Örebro í Svíþjóð um næsta mánaðamót. Búast má við að þar fái hann að etja kappi við skákmeistara Norðurlanda, skákmeistara Svíþjóðar og stórmeistarann Ståhlberg ásamt fleiri köppum.
Sennilega hefur Ingi aldrei verið betri en nú og þess vegna binda menn hér heima miklar vonir við Svíþjóðarför hans.
1959: Einvígi við Inga R. Jóhannsson
Árangur Friðriks og vinningshlutfall
1 | 2 | 3 | 4 | Samtals | |
Ingi R. Jóhannsson | 1 | 0 | 0 | ½ | 1,5 |
Friðrik Ólafsson | 0 | 1 | 1 | ½ | 2,5 |
Skákirnar
Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu