1956: Skákþing Norðlendinga – Akureyri

Gesturinn sigraði með yfirburðum: Júlíus meistari

 

Skákþing Norðlendinga var háð í febrúarmánuði s.l. – Þátttakendur voru alls 36, þar af 5 utan Akureyrar. Keppt var í fjórum flokkum, meistaraflokki, I. flokki, II. flokki og unglingaflokki, og var teflt í Landsbankahúsinu á Akureyri.

Meistaraflokkur

Þar tefldi Friðrik Ólafsson með sem gestur, og varð langhæstur að vinningum, svo sem vænta mátti. Vann hann alla keppinauta sína, nema Júlíus Bogason, en þeir gerðu jafntefli.

Annar í röðinni og þar með Skákmeistari Norðurlands 1956, varð Júlíus Bogason, hlaut 6 vinninga. Þráinn Sigurðsson frá Siglufirði, er tefldi nú eftir margra ára hvíld hlaut 4 ½  vinning, ásamt þeim Kristni Jónssyni og Unnsteini Stefánssyni.

Júlíus Bogason (1912-1976) var um árabil öflugasti skákmaður Norðurlands. Hann varð skákmeistari Akureyrar 19 sinnum og skákmeistari Norðlendinga 5 sinnum.

Á myndinni er Júlíus (t.h.) að tafli gegn Bjarna Magnússyni.

1956: Skákþing Norðlendinga - Akureyri

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Prósenta
1 Friðrik Ólafsson x ½ 1 1 1 1 1 1 1 1 8,5 94%
2 Júlíus Bogason ½ x ½ ½ ½ ½ 1 1 1 ½ 6 67%
3 Kristinn Jónsson 0 ½ x 0 1 ½ 0 ½ 1 1 4,5 50%
4 Þráinn Sigurðsson 0 ½ 1 x 1 0 ½ ½ ½ ½ 4,5 50%
5 Unnsteinn Stefánsson 0 ½ 0 0 x 1 ½ ½ 1 1 4,5 50%
6 Jón Ingimarsson 0 ½ ½ 1 0 x 1 0 0 1 4 44%
7 Haraldur Ólafsson 0 0 1 ½ ½ 0 x ½ ½ 1 4 44%
8 Guðmundur Eiðsson 0 0 ½ ½ ½ 1 ½ x ½ 0 3,5 39%
9 Margeir Steingrímsson 0 0 0 ½ 0 1 ½ ½ x ½ 3 33%
10 Randver Karlesson 0 ½ 0 ½ 0 0 0 1 ½ x 2,5 28%
Vinningshlutall 94%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu