1956- 57: 32. alþjóðamótið í Hastings

Gligoric og Larsen sigurvegarar í Hastings

Prýðileg frammistaða Friðriks Ólafssonar

Hastingsmótið, hið 32. í röðinni, var haldið á tímabilinu 27. desember til 6. janúar síðastliðinn. Þátttakendur í efsta flokki voru 10 að vanda. Þar af 4 stórmeistarar og þeir ekki af verri endanum.

Sigurstranglegastir voru taldir þeir Gligoric, sem sigraði í Hastings 1951, Bent Larsen, sem vakið hefir sérstaka athygli skákheimsins síðastliðið ár, og Friðrik Ólafsson, sem sigraði ásamt Korchnoj í Hastings í fyrra. – Þeiri voru færri, sem spáðu C. H. O. D Alexander sigri, en hann sigraði 1946 og skipti fyrstu verðlaunum með Bronstein 1953, eða þeim I O´Kelly og Szabó. Sá síðastnefndi hefir þó sigrað tvívegis í Hastings.

Friðrik byrjaði stórglæsilega, vann Penrose í fyrstu umferð, og kunningja okkar, Bent Larsen, sem í keppnisskranni er talinn: „efnilegasti skákmaður heimsins“, í annari umferð. Gerði Friðrik síðan jafntefli við þá Clarke, Szabó, O’Kelly og Toran. Lá Friðrik nú í 3.-4. sæti asamt Gligoric. O’Kelly hafði tekið forustuna í 4. umferð og Larsen náð 2. sæti í 5. umferð.
Í sjöundu umferð vann Gligoric svo O’Kelly, á. meðan Larsen gerði jafntefli við Clarke, og Friðrik vann Horseman. Var nú eftirvæntingin í algleymingi, er fjórir menn voru efstir og aðeins tvær umferðir eftir. Þeir Gligoric, Friðrik, Larsen og O’Kelly höfðu nú allir 5 vinninga. –

Í 8. umferð fékk Friðrik góð færi á móti Alexander, en lék veikum leik og hlaut að tapa liði. Tók hann nú það ráð að fórna skiptamun, og hét á biskupa sína til halds og trausts. Svo mikið var traust hans a guðsmönnum þessum, að hann i hafnaði jafnteflistilboði Alexanders. – Svo mikil varð og andleg liðveizla þeirra, að þeim tókst að villa Alexander sýn. Vissi hann ekki hvaðan á sig stóð veðrið, fyrr en hann skyndilega var orðinn mat!

Larsen tókst að leggja Szabó að velli í djarflega tefldri skak, en þeir Gligoric og O’Kelly urðu að sætta sig við jafntefli, á móti þeim Toran og Penrose.
Fyrir síðustu umferð var því staða efstu mannanna þessi: 1.- 2. Friðrik og Larsen 6 v., 3.-4. Gligoric og O’Kelly 5 1/2 v.

Tefldi nú Gligoric við Friðrik og Larsen við O’Kelly. Urðu þeir Gligoic og O’Kelly að vinna, ef þeir áttu að hafa nokkra von um sigur í mótinu, en Friðriki og Larsen gat nægt jafntefli, eftir atvikum. – Friðrik valdi Petroffs vörn, sem lítt er tefld á stórmótum, og kom fljótt í ljós, að Gligoric hafði á takteinum mjög sterka leið. Samt hefði Friðrik átt að ná jafnri stöðu, ef honum hefði ekki sézt yfir skarpasta svarið við 7. leik hvíts. Valdi hann annan veikari leik og fékk aldrei jafnt tafl. – O’Kelly tókst að halda jöfnu á móti Larsen, og urðu því úrslitin eins og taflan sýnir.

Nokkur orð um taflmennskuna, eins og hún kom mér fyrir sjónir. Gligoric tefldi öruggast og bezt, enda tapaði hann engri skák. Larsen tefldi manna glæfralegast og stundum jafnframt glæsilegast.

Friðrik tefldi byrjanirnar yfirleitt ekki nógu vel, og öll varð taflmennskan lakari er á leið mótið, þótt útkoman yrði svona góð. Hefir hann oft sýnt traustari taflmennsku áður.

– O’Kelly tefldi vel og traustlega, en ekki af slíkri skerpu sem hinir þrír fyrrnefndu. Clarke vakti athygli sem traustur og góður skákmaður, sem mikils má vænta af í framtíðinni. Szabó sýndi nú, líkt og í Aljekín mótinu í Moskvu, að hann teflir nú ekki eins vel sem oft áður.

Toran byrjaði ekki vel, en sótti sig er á leið. – Penrose varð Englendingum vonbrigði að þessu sinni. – Horseman er efnilegur skákmaður, en skortir reynslu í svo hörðum félagsskap sem þessum. – Alexander brast að þessu sinni.

1956: 32. alþjóðamótið í Hastings

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn Titill Land 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Prósenta
1 Svetozar Gligoric SM Júgóslavía x ½ 1 1 ½ ½ ½ 1 1 ½ 6,5 72%
2 Bent Larsen SM Danmörk ½ x 0 ½ ½ 1 1 1 1 1 6,5 72%
3 Friðrik Ólafsson AM Ísland 0 1 x ½ ½ ½ ½ 1 1 1 6 67%
4 Alberic O´Kelly de Galway SM Belgía 0 ½ ½ x 1 ½ 1 1 ½ 1 6 67%
5 Peter Hugh Clarke England ½ ½ ½ 0 x ½ 1 ½ ½ ½ 4,5 50%
6 Laszlo Szabo SM Ungverjaland ½ 0 ½ ½ ½ x ½ ½ ½ 1 4,5 50%
7 Roman Toran Albero IM Spánn ½ 0 ½ 0 0 ½ x 1 ½ ½ 3,5 39%
8 Derek Geoffrey Horseman England 0 0 0 0 ½ ½ 0 x 1 1 3 33%
9 Jonathan Penrose England 0 0 0 ½ ½ ½ ½ 0 x ½ 2,5 28%
10 Conel Hugh O´Donel Alexander IM England ½ 0 0 0 ½ 0 ½ 0 ½ x 2 22%
Vinningshlutall 67%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu
Merki: