Skáksögufélagið

SSF - Logo sv-hv KD.2015 035507

Skáksögufélag Íslands var stofnað 1. nóvember 2014 í tengslum við 150 ára afmælismót Einars Benediktssonar, skálds, að frumkvæði Hrafns Jökulssonar og fleiri. Stofnfélagar þess voru 64 talsins og hefur farið fjölgandi síðan. Allir skákáhugamenn og aðrir geta gerst félagar.

Stjórn Skáksögufélagsins 2014 3.11.2014 13-19-021Tilgangur félagsins er að vinna að því að sögu manntaflsins og skáklistarinnar á Íslandi verði sem best til haga haldið og á lofti. Jafnframt skal félagið beita sér fyrir því að saga fræknustu skákmeistara okkar og helstu skákviðburða hérlendis verði skráð, auk þess að vinna að varðveislu hvers konar skákminja og muna, eftir föngum. Félagið gengst fyrir og styður útgáfu, málþing og sýningar, sem snerta sögu manntaflsins á Íslandi, eins og segir í lögum þess, auk þess að stuðla að rannsóknum og fræðslu er varðar skáksögu Íslands að fornu og nýju..

Því má segja að félagið hafi mörg verðug og þörf viðfangsefni á sinni könnu. Hvort það fær risið undir þeim væntingum sem til þess eru gerðar er ekki sjálfgefið, nema öflugur stuðningur skákunnenda og hins opinbera komi til.

Fyrstu stjórn Skákfélagsins skipa: Einar S. Einarsson, forseti, fv. forstjóri og forseti SÍ; Jón Þ. Þór, sagnfræðingur; varaforseti; Róbert Lagerman, formaður Vinaskákfélagsins, ritari. Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, fv. forseti SÍ og Jón Torfason, íslenskufræðingur og skjalavörður, eru meðstjórnendur.

VEFSÍÐA FRIÐRIKS:

Höfundar síðunnar. 24.1.2016 20-39-39Stjórn félagsins er það mikið ánægjuefni að fyrsta stóra viðfangsefni þess að láta taka saman efni og byggja upp yfirgripsmikla vef- og upplýsingasíðu tileinkaða skákferli og afrekum Friðriks Ólafssonar, fyrsta og víðfrægasta skákmeistara okkar, hefur komist í höfn. Hún var formlega opnuð af Illuga Gunnarssyni, mennta og menningmálaráðherra á afmælsisdegi meistarans 26. janúar 2016, sem jafnframt er Íslenski skákdagurinn, honum helgaður. Til verksins naut félagið verkefnisstyrks frá Alþingi og Menningarmálaráðuneytinu. Gerð síðunnar hvíldi að mestu á herðum þeirra Hrafn Jökulssonar, rithöfundar og skákfrömuðar og Tómasar Veigars Sigurðarsonar, vefhönnuðar, sem félagið kann hinnar bestu þakkir.

Helstu efnisþættir:

ÆVIFERILL – þar er stiklað á helstu æviatriðum Friðriks og skákferill hans rakinn í tímaröð. GREINAR – um Friðrik og glæstan afreksferil hans, sem á eftir að fjölga. HELSTU MÓT – þar sem fjallað er um einstök mót með ítarlegum hætti, með fréttum og mótstöflum. Allar skákir hans eru birtar með fáeinum undantekningum, sem hægt er að skoða rafrænt. ÁRABILIN – þar er hægt að nálgast fréttir um mót og viðburði eftir áratugum með auðveldum hætti. FORSETI FIDE – fréttir og myndir frá þeim tíma sem Friðrik gengdi hinu virðulega embætti forseta Alþjóðaskáksambandsins. SARPURINN – gamlar fréttir, fjölmargar frásagnir og skákpistlar frá árum áður. TÖLFRÆÐI – Skákmót og Mótherjar – geysilega viðamikil samantekt um öll skákmót sem Friðrik hefur tekið þátt í. Ítarleg skrá um alla mótherja hans og árangur gagnvart hverjum og einum. Þá fylgir mjög ítarleg ATRIÐISORÐASKRÁ til að hagræðis fyrir áhugasama lesendur með nær óendalegu efnisvali. Efni síðunnar er ríkulega myndskreytt – auk þess sem sérstakt MYNDASAFN fylgir bæði frá ferli Friðriks, af ýmsum viðburðum, frænknum skákmeisturum og fjölmörgum þátttakendum í íslensku skáklífi. Fátt varðveitir skáksöguna betur í hnotskurn en góðar svipmyndir sem vekja minningar, varpa sýn á liðnar stundir og segja oft meira en mörg orð. Njótið vel!

/ ESE

Netfang: skaksogufelagid@gmail.com

Vefsíða: http://hrokurinn.is/flokkar/skaksogufelagid/

Breiðdavík 77, 112. Reykjavík, Sími: 690-2000

[contact_bank form_id=2 show_title=true show_desc=true]