2010: Jóhann sigraði á Afmælismóti Friðriks í Djúpavík

Helgi Ólafsson skrifar. Morgunblaðið 27. júní 2010:

Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á afmælismóti Friðriks Ólafssonar sem fram fór í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavik laugardaginn 19. júní. Mótið var liður í skákhátíð Hróksins og var þessu sinni tileinkað 75 ára afmæli fyrsta stórmeistara Íslendinga.

Tefldar voru niu umferdir og var umhugsunartíminn 10 mínútur á skák. Jóhann hlaut 8  vinninga, Helgi Ólafsson varð í 2. sæti med 7 . v. og Friðrik varð í 3. sæti með 6 v. Í 4.-8. sæti komu svo Hlíðar Þór Hreinsson, Róbert Lagermann, Guðmundur Kjartansson, Sigurður E. Kristjánsson og Sigríður Björg Helgadóttir með 5,5 vinninga. Sigríður Björg náði bestum árangri unglinga og kvenna á mótinu.

Menntamalaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, lék fyrsta leik mótsins í skák afmælisbarnsins og Árnýjar Björnsdóttur, sem við upphaf mótsins skemmti gestum með gítarspili og söng ásamt systur sinni Ellen Björnsdóttur.

Meðal annarra var tvískákmót sem fram fór 18. júní og hraðskákmót sem haldið var í Norðurfirði þann 20. júní, en þar sigraði Róbert Lagermann, sem ásamt Hrafni Jökulssyni skipulagði þessa skemmtilegu skákhátíð.

Merki: