1953: Heimsmeistaramót 20 ára og yngri – Undanrásir

Friðrik Ólafsson komst í úrslit

 

Undankeppninni á heimsmeistaramóti unglinga í skák er nú lokið og komst Friðrik Ólafsson í úrslit. Keppt var í tveimur riðlum, en fjórir efstu menn í hvorum riðli munu siðan keppa til úrslita um heimsmeistaratitilinn. Hefst sú keppni á miðvikudag.

Lokastaðan í riðlunum varð sú, að í A-riðli varð Ivkov frá Júgóslavíu efstur, síðan kom Friðrik og Panno frá Argentínu. Fjórði maður í riðlinum varð Keller, Sviss.

Í B-riðli slgraði Darga, -Vestur-Þýzkalandi, næstur varð Sherwin, Bandaríkjunum, en í þriðja og fjórða sæti urðu Penrose, Englandi, og Bent Larsen, Danmörku með 6 vinninga. Spánverjinn Farre varð næstur með 5,5 vinning, en kemst ekki í úrslit.

Í næst síðustu umferðinni sigraði Friðrik Keller. Ivkov gerði jafntefli við Boey. Panno vann Mellberg, Perzits vann Barda og Siemms vann Reichel. Í síðustu umferðinni tefldi Friðrik við Ivkov og tapaði. Var sú skák með afbrigðum vel tefld af beggja hálfu.

Tíminn 14. júlí 1953.

1953: Heimsmeistaramót 20 ára og yngri - Undanrásir

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1953_HM-ungmenna_undanrasir

Vinningshlutall 67%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu